13.05.1927
Efri deild: 73. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2079 í B-deild Alþingistíðinda. (1605)

3. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Jeg bjóst satt að segja við, að hv. 1. eða hv. 5. landsk. (JJ, JBald) þyrftu að segja eitthvað, en af því hefir ekki orðið. En jeg verð að biðja háttv. 6. landsk. (JKr) afsökunar, að mjer sást yfir að geta þess, að hann hefir skrifað undir nál. meiri hl. fjhn. með fyrirvara. Nú hefir hann gert grein fyrir þeim fyrirvara og skoðun sinni alment á málinu.

Hv. 4, landsk. (MK) mintist á brtt. meiri hl, og taldi ívilnanirnar órjettlátar. Það getur verið álitamál, hvort svo er. En hjer er nú um tiltekið iðnaðarfyrirtæki að ræða í frv. og þann iðnað, sem ekki er útlit fyrir, að mörg fyrirtæki geti að starfað í þessu landi. Jeg get ekki sjeð neina bót að því, að ný verksmiðja framleiddi kaffibæti t. d. eða aðrar þœr vörur, sem nefndar eru í c- og d-lið. En í till. er ívilnunin ætluð þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem heyra undir þá liði og stofnsett eru fyrir 1, jan. 1927. Til þess að framleiðsla á þessum vörutegundum geti verið í lagi, þurfa þau fyrirtæki, sem hana stunda, að hafa svo mikla umsetningu, að þau hafi hag af því að vanda sem best vöru sína, En ef of margir gefa sig við þessari framleiðslu, má búast við, að það verði til vafasamra bóta bæði fyrir iðnrekendur sjálfa og eins neytendur. Meiri hl. fjhn. vill því ekki ýta undir, að of mörg fyrirtæki verði sett á stofn t. d. til þess að framleiða kaffibæti, ávaxtasafa, öl o. s. frv. (JJ: Á ekki að vera frjáls samkepni?). Eðlilega, En ekki er ástæða til þess, að löggjafarvaldið fari að ýta undir, að neitt kapphlaup verði um þessa framleiðslu, af því að þetta eru vörutegundir, sem frekar munu taldar óþarfar en hitt.

Hv. 5. landsk. (JBald) hefir nú heyrt álit hv. 6. landsk. (JKr) á þessum vörutegundum yfir höfuð. Hv. 6. landsk. dæmir þær út frá sínu heilsufræðilega sjónarmiði og sýnir fram á, að mest af þessum vörum, sem um getur í frv., sje óþarft og sumt beinlínis skaðlegt. Meiri hl. vill ekki bera það til baka. En á hinn bóginn er hætt við, væri settur geysihár tollur á þessar nautnavörur, að það mundi leiða til þess, að menn færu að nálgast þœr með ólöglegu móti, og niðurstaðan yrði sú, að vörurnar væru um hönd hafðar eftir sem áður, en ríkissjóður færi á mis við tekjur í tollum af aðflutningsgjaldi.

Það er ekki útilokað, að háttv. 4. landsk. (MK) geti komið að sínum till.; þótt meiri hl. taki ekki aftur sínar till., má athuga brtt. við 3. umr., er til kæmi. Þau iðnaðarfyrirtæki, sem fást við tilbúning á vörum, sem ekki falla hjer undir, þrífast vel í því skjóli, sem vörutollurinn ljær þeim.

Meiri hl. fjhn. sjer því ekki ástæðu til eftir atvikum að taka till. sínar aftur, þar sem þetta mál á enn eftir eina umr. í hv. deild.