22.03.1927
Neðri deild: 36. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

4. mál, iðnaðarnám

Frsm. (Jón Guðnason):

Jeg þarf ekki að tala langt mál um þetta frv. Nefndin leggur til, að það sje samþykt óbreytt. Frv. er ekki annað en endurskoðun á lögum frá 1893 og gerðar eðlilegar breytingar á þeim, eftir því sem tími og aðrar ástæður eru nú orðnar breyttar frá því, sem þá var. Breytingar þessar miða einkum í þá átt að tryggja rjett nemenda gagnvart meisturum sínum og að gera meiri kröfur til iðnnema en nú er. Nefndin hefir ekkert við þær breytingar að athuga og leggur til, að frv. verði samþykt.