30.03.1927
Efri deild: 40. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2714 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Jón Baldvinsson:

Hæstv. atvrh. (MG) sagði, að hann mundi ekki veita sjerleyfi þetta, ef fje væri ekki trygt til þess að leggja járnbrautina. Þetta er mikils virði, því að það felur í sjer mikla tryggingu um framkvæmdir, ef hæstv. ráðh. slær því föstu, að hann veiti alls ekki sjerleyfið nema fjelagið geti sýnt, að það hafi peninga til þess að leggja járnbrautina. M. ö. o., stjórnin ætlar ekki að sleppa sjerleyfinu við fjelagið, nema því aðeins, að hún sje viss um og hafi tryggingu fyrir, að úr framkvæmdum verði.

Jeg stend aðeins upp til þess að slá þessu föstu og árjetta það, sem hæstv. atvrh. sagði, svo að það standi fast í Alþingistíðindunum.

Þessi yfirlýsing er mikils virði og gæti gert marga fúsari en áður til þess að samþ. frv.