22.03.1927
Neðri deild: 36. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

9. mál, réttur erlendra manna til að stunda atvinnu á Íslandi

Tryggvi Þórhallsson:

Mjer datt í hug gamla orðtækið: „Gott er það, þegar slík æfintýri gerast með þjóð vorri“. Mál þetta kemur úr sjávarútvegsnefnd og í sambandi við það ber hún fram tillögu, sem eingöngu snertir landbúnaðinn, og það tillögu, sem jafnframt mun orka tvímælis frá landbúnaðarins sjónarmiði, þar sem nú eru í gildi reglur, sem beinlínis banna, að útlendingar, sem þar hafa verið í þeim bændahjeruðum, sem gin- og klaufaveikin gengur, og það er víða, megi koma út um sveitir landsins. Jeg verð að lýsa yfir því, að þegar fram koma sjerstakar till. viðvíkjandi landbúnaðinum, þá finst mjer betur viðeigandi, að þær komi frá landbn. en sjútvn. Í raun og veru ætti nú að vísa þessu máli til landbn., og undir engum kringumstæðum get jeg samþykt þessa tillögu.