02.05.1927
Neðri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3525 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Guðnason:

Jeg ætla ekki að tefja mikið umr. með að tala um málið alment, þó að full ástæða væri að víst til þess, því að breyting á stjórnaskránni er svo mikilvært mál, að það er eðlilegt, að um það fari fram ítarlegar umr. Það má auðvitað segja að það sje fullsnemt að fara að gera þessar breytingar, sem hjer liggja fyrir þær ( óskiljanlegt letur) fá 7 ár liðin síðan stjórnarskráin var í lög leidd, enda mun sú skoðun vera almennust, að ekki sje rjett að gera breytingar á stjórnaskránni ein ört og á öðrum lögum. Eins og frv. liggur nú fyrir eftir 2. umr. hjer í deildinni, þá er þar ekki annað eftir, sem máli skiftir, en þetta margumtalaða ákvæði um þinghald annaðhvert ár. Þetta atriði hefir nú verið mikið rætt undanfarin ár og sterkar raddir um það heyrst, að hverfa ætti að þessu fyrirkomulagi aftur. Jeg geri ráð fyrir, að það, sem fyrir þjóðinni vakir með að knýja þessa breytingu fram sje sú ástæða, sem hjer hefir helst verið minst á, sem sje sparnaðurinn sem af þessu leiðir. Það er hinsvegar eðlilegt að þjóðinni sje ekki eins ljóst, þó að agnúar kunni að vera á þessu í framkvæmdinni, vegna þess hve tímarnir hafa breyst síðan það fyrirkomulag gilti. En jeg verð þó að líta svo á, að það sje vel þess vert að gera þessa tilraun, þó að menn sjeu misjafnlega trúaðir á, að hún verði framkvæmanleg til lengdar. Jafnvel hæstv. stjórn, sem borði hefir þetta frv. fram. lítur á þetta aðeins sem tilraun, því að hún hefir sett í frv. ákvæði, sem líta verður á sem algert merki vantrúar á því, að þetta fyrirkomulag dugi til lengdar. Það er ákvæðið um það, að þessu megi breyta aftur með einföldum lögum. Mjer fyrir mitt leyti finst sjálfsagt að reyna þetta, þó að jeg sje ekki trúaðri á það en svo að jeg er á móti þeirri brtt., að fella niður ákvæðið, sem jeg nefndi. Jeg hygg að ef þetta reynist vel, en úr því verður reynslan að skera, þá sje engin hætta á því, að rasað verði um ráð fram og farið að fjölga þingunum aftur.

Jeg ætla þá lítillega að minnast á brtt. þær, sem jeg hefi leyft mjer að bera fram á þskj. 489. Í þessum brtt. er farið fram á , að 2 breytingar verði gerðar á 29. gr. stjórnarskrárinnar. Önnur miðar að því að lækka aldurstakmarkið fyrir kosningar um alt land úr 35 árum niður í 30 ár. Jeg hygg, að jeg þurfi ekki að eyða mörgum orðum að þessari brtt. Það mun vera almenn skoðun, að aldurstakmarkið til hlutbundinna kosninga um land alt sje óþarflega og jafnvel óhæfilega hátt. Og þó að ætlast sje til, að landskjörið skuli vera festan í þinginu og eldri kjósendur velji þangað þm. þá eru þó flestir búnir að ná öllum þeim þroska og þekkingu, er þeir eru orðnir 30 ára, sem þeir annars ná á æfinni. Mun því ekki kjósendahópurinn til landskjörs versna, heldur þvert á móti batna, ef breyting þessi nær fram að ganga.

Hin brtt. er um það, að ákvæðinu í stjórnarskránni um það, að menn sem standa í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, skuli ekki hafa kosningarjett, megi breyta með einföldum lögum. Þrír breyta með einföldum lögum. Þrír háttv. þingmenn vilja fella burtu ákvæðið um þennan rjettindamissi. En jeg vil í till. minni ganga skemmra. Bæði till. þessara þriggja hv. þm. og till. mín byggjast á þeirri skoðun, sem nú er almenn orðin, að rangt og ómannúðlegt sje að svifta þá menn kosningarrjetti, sem lenda í þeirri ógæfu að verða mannaþurfar, eins og kallað er. Að þessi skoðun sje almenn, og það einnig meðal þeirra, sem fara með löggjafarmálin, má sjá með því að athuga fátækralagafrv. það, er legið hefir nú fyrir þinginu. Þar kemur hæstv. stjórn með breytingu, sem fer í þá átt að gera mögulegt að láta að minsta kosti suma, sem þiggja af sveit, halda kosningarrjetti sínum. Okkur, sem vorum í nefnd þeirri, er um þetta mál fjallaði, fanst óþægilegt að vera að eiga við þessa breytingu á þessu frv., sem að rjettu lagi er lögfest í stjórnarskránni. Þess vegna virðist mjer nú, þegar breyting á stjórnarskránni liggur fyrir Alþingi, að rjett sje að nota tækifærið og rýmka um þetta ákvæði í stjórnarskránni. En jeg get aftur á móti ekki felt mig við till. um að fella þetta ákvæði alveg burt, vegna þess að jeg hygg, að því verði ekki neitað, að með því væri of langt gengið, ef veita ætti öllum, sem þegið hafa af sveit, kosningarrjett. Í hópi þeirra eru ýmsir, sem auðvelt er að sýna, að ekki hafa jafnvel hin einföldustu skilyrði, sem gera þarf til alþingiskjósenda. (MJ: En er þá ekki sama um þá að segja, sem eru yfir 25 ára?). Það kann vel að vera, enda verður varla siglt fyrir öll sker í þeim efnum. En það, sem fyrir mjer vakir hjer, er það, að Alþingi geti átt kost á að setja sjerstaka löggjöf um þetta áður en ákvæði eru sett um það, hvort öllum, sem þegið hafa af sveit, skuli veittur kosningarrjettur, eða aðeins nokkrum hluta þeirra. Jeg held, að þessi till. mín sje eins og varfærnari en till. hinna þm., sem jeg nefndi áðan, og því rjettara að samþ. hana en þær. Álít jeg svo ekki þörf að taka neitt frekar fram um till. þessar.