06.04.1927
Neðri deild: 48. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í C-deild Alþingistíðinda. (2505)

11. mál, útrýming fjárkláða

Tryggvi Þórhallsson:

Mjer virðist, að það eigi að láta atkvgr. fara fljótt fram um þetta mál, og þykist hafa hlerað, að meiri hl. hv. landbn. vilji, að frv. sje felt. Jeg vil því grípa tækifærið til þess að lýsa yfir því, að jeg álít, að hv. landbn. hafi ekki gert skyldu sína í þessu máli, nje sýnt málinu þann sóma, sem vera bar, því að með máli þessu er verið að reyna að losa landbúnaðinn við þann svartasta blett, sem á honum er, en það er fjárkláðinn. Það er okkur eigi aðeins metnaðarmál að losna við hann, heldur einnig stórkostlegt fjárhagsatriði. En það er jeg sannfærður um, að ef frv. hv. meiri hl. landbn. verður samþ., þá verður það til áframhaldandi káks í þessu stórmáli.

Jeg vil láta þetta koma fram, að það eru fleiri en hv. frsm. minni hl., sem standa fast á því, að við verðum a. m. k. að gera mjög alvarlega tilraun til að losa okkur við þann smánarblett, sem fjárkláðinn er.