08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í C-deild Alþingistíðinda. (2649)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Jeg er á öndverðum meið við hæstv. atvrh. um þetta. Það er þarfleysa, að vera að hanga með mál, sem hægt er að afgera strax. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að málið fari nú þegar til 3. umr. Mjer er ekki grunlaust um, að aðferð hæstv. atvrh. (MG) sje einlægni blönduð slægð, í því skyni að tefja þetta frv. á þeirri leið, sem það á að ganga. Jeg vil halda því fast fram, að málið sje nú þegar tekið til umr. og afgert, hvort það skuli fara til 3. umr. eða ekki. Það á það miklu betur skilið heldur en hitt frv., sem samþykt var í dag til 3. umr.