30.04.1927
Neðri deild: 63. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í C-deild Alþingistíðinda. (2675)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Pjetur Þórðarson:

Það er svo um brtt. þær, sem jeg ber fram á þskj. 448, að þær eru nokkuð miklar fyrirferðar, en ekki eins miklar að efni, og því síður eins gagnger breyting frá frv. því, sem hjer liggur fyrir, eins og hv. þm. Str. vildi vera láta.

Jeg skal nú með nokkrum orðum skýra till. þessar, því að mjer virðist sumir hv. þm. ekki hafa kynt sjer þær sem nákvæmlegast, þar sem þeir telja þær ganga lengra en þær í raun og veru gera.

Fyrsta brtt. er við 6. gr. frv.; hún gengur í þá átt að lagfæra orðalag frv. og á þá leið, sem hæstv. atvrh. mundi ekki geta sett út á. Jeg áleit sjálfsagt, úr því að tækifærið gafst, að koma fram með brtt. í þessa átt.

Um till. undir rómv. II var nokkuð öðru máli að gegna. Fyrri málsgr. er samt orðabreyting, en síðari málsgr. víkur dálítið við efni 7. gr., jafnframt því að gera orðalagið gleggra, alt til sátta og samkomulags við hæstv. atvrh. og aðra, sem andmælt hafa frv.

Þá vil jeg biðja hæstv. forseta að sjá um, að við endurprentun, ef til kemur, verði felt úr þessari málsgrein orðið „samhliða“, því að því er þar ofaukið. Að öðru leyti þykist jeg ekki þurfa að gera frekari grein fyrir þessari till. Hún breytir á engan hátt skipulaginu, heldur er ítarleg orðabreyting og að öðru leyti í samræmi við óskir þeirra, sem fundið hafa frv. sitthvað til foráttu.

Þá er þriðja brtt., eða rómverskir III. 1. A, er gengur lengst í áttina til samkomulags við hv. þm. Str. Frá mínu sjónarmiði er hún ekki veruleg breyting á 8. gr. frv., heldur víðtækari orðaskipun, gerð til þess að nálgast þá, sem ekki eru sannfærðir um þýðingu þessa frv. fyrir framgang málsins, útrýming fjárkláðans. Hitt er aftur rjett, sem nokkrir hv. deildarmenn hafa látið í ljós við mig, að það sje gersamlega óþarft að setja þetta inn í lögin, þar sem um jafn langt tímabil er að ræða, þangað til þetta gæti komið til framkvæmda. Það mætti alveg eins fresta því, að setja þetta ákvæði, um næsta kjörtímabil. Jeg hefi því ekki komið með brtt. þessa af því, að jeg álíti þetta ákvæði nauðsynlegt í frv., heldur sökum þess, að mjer er áhugamál, að sum önnur atriði frv. nái fram að ganga, og því hefi jeg komið með þetta, eins og áður er sagt, aðeins til samkomulags.

Það, sem fyrir mjer vakir, er, að útrýming fjárkláðans náist með því að halda áfram, hægt og rólega, á þeirri braut, sem þegar er hafin, og að bændum lærist það sjálfum, hve mikið nauðsynjamál það er, að losna við þessa plágu, án þess að landstjórnin fyrirskipi það sjerstaklega eða að hún hafi á hendi allar framkvæmdaráðstafanir. Jeg hefi svo góða trú á þessari aðferð, sem nú er höfð til þess að útrýma fjárkláðanum, að jeg treysti því fastlega, að 1931 verði ekki fyrir hendi þau skilyrði, sem heimila það samkvæmt brtt. þessum, að fyrirskipa útrýmingarböðun. Jeg tel því sjálfur þýðingarlaust að setja þetta heimildarákvæði fyrir stjórnina inn í frv. þetta, nema til þess, að andstæðingarnir geti þá frekar aðhylst það.

Þá skal jeg taka það fram, að jeg hefi ekki borið till. þessar undir meðnefndarmenn mína, og ber því einn ábyrgð á þeim. Sama er að segja um 1. B-lið undir III og flestar hinar till. Þar er orðum skipað svo, að ekki verður um vilst.

Þá er till. undir III, 2. við 2. A.; hún er lík brtt. á þskj. 423, 2, nema hvað hjer er gert ráð fyrir, að eftirlitskostnaður verði líka greiddur úr ríkissjóði, eins og gert er ráð fyrir í brtt. meiri 1x1. landbn. Er þessi brtt. komin fram til þess að fyrirbyggja það, að sá liður í brtt. nefndarinnar falli niður, ef ske kynni að brtt. hv. þm. Str. næðu annars samþ. hv. deildar.

Þá er B-liður undir tölulið III, 2, við 2. lið á þskj. 423, aðeins orðabreyting, sem er í samræmi við hinar fyrri breytingar.

Síðasti liðurinn á þskj. 448, III, 2, B, 2, er við fyrirsögn frv. Er hún í fullu samræmi við brtt. III, 1. En jeg get kannast við það, að þetta er óþörf till., því jeg vil halda því fram hvar sem er, að það er bersýnilega rangt að líta svo á, þótt frv. gengi fram óbreytt, að þá eigi ekki með því að gera ráðstafanir til útrýmingar kláðanum. Það er ekkert nema metnaður, óskiljanlegur metnaður, þegar menn eru að metast um það, eins og hjer hefir verið gert, hvaða nafn ætti að gefa frv., því að vitanlega er það sett til þess að útrýma kláðanum. Jeg á hjer við það, þegar andstæðingar frv. þessa eru að halda því fram, að það sje sett til verndar kláðanum, því að það er óskiljanlegt kapp, sem kemur fram hjá þeim í því, að vilja útlista það á þann hátt.

Að svo stöddu, og áður en fleiri taka til máls, get jeg látið hjer við sitja og að því fari fram, sem verða vill um mínar brtt. Þær eru aðeins fluttar til samkomulags og til þess að slá á það kapp, sem komið hefir fram í meðferð þessa máls. Jeg skal þó geta þess, að með brtt. mínum hefi jeg látið það skína í gegn, og get líka lýst yfir því eindregið, að jeg er samþykkur brtt. á þskj. 422, að undantekinni brtt. undir 2. lið, sem jeg hefi áður talað um. Sama máli er að gegna um brtt. á þskj. 387, að jeg er eindregið með þeim og tel sjálfsagt, að þær sje samþ., nema 2. liður, sem brtt. mín II nær yfir.

Um brtt. á þskj. 423 skal jeg ekki tala sjerstaklega, en læt nægja, það sem jeg hefi minst á þær í sambandi við mínar brtt.