19.03.1927
Neðri deild: 34. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í C-deild Alþingistíðinda. (3075)

82. mál, einkasala á tilbúnum áburði

Halldór Stefánsson:

Jeg vil ekki láta vera ómótmælt því, sem tveir hv. þdm. hafa sagt um það, hvað af því mætti ráða, hver úrslit þessa máls urðu á búnaðarþingi. Þeir segja, að hjer sje um sýknudóm að ræða fyrir annan tiltekinn aðila, en það er hreinasta hugsunarvilla. Mætti þá alveg eins halda því fram, að það væri sýknudómur fyrir hinn aðilann. Rjett ályktað, út af úrslitum málsins á búnaðarþingi, er það að báðir aðilar hafi slakað nokkuð til.