05.04.1927
Neðri deild: 47. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

87. mál, sala þjóðjarðarinnar Sauðár

Frsm. (Árni Jónsson):

Það er ekkert til fyrirstöðu að svara þessu nú þegar. Nefndin hefir einmitt rætt um þetta atriði og er eindregið þeirrar skoðunar, að þessi engjahólmi fylgi með Sauðá og verði þannig eign Sauðárkrókshrepps. Það er einmitt tilgangur frv., að Sauðárkrókur geti eignast sem mest slægjulönd, og það verður auðveldast á þann hátt, að hólminn fylgi með í kaupunum.