05.05.1927
Neðri deild: 67. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í D-deild Alþingistíðinda. (3569)

118. mál, yfirsíldarmatsmaður á Seyðisfirði

Tryggvi Þórhallsson:

Hv. þm. Borg. (PO) býst við, að jeg taki aftur till. mína um að vísa málinu til sjútvn., að fengnum þeim upplýsingum, sem hæstv. atvrh. hefir gefið. Jeg hefi ekkert að athuga við þessar upplýsingar hæstv. atvrh., en þær hafa það alls ekki í för með sjer, að ástæðulaust sje, að sjútvn. fái að athuga málið. Þvert á móti finst mjer allar upplýsingar benda til þess, að rjett sje, að nefnd, að venju, athugi málið, og held fast við þá till.