13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (2125)

150. mál, rán erlendra fiskimann í varplöndum og selverum

Jón Auðunn Jónsson*):

Það er fyrsta skylda okkar, áður en við samþykkjum till., að fá að vita hjá hæstv. stjórn, hvort hún hefir látið reyna nokkuð til þess að hafa hendur í hári ránsmannanna. Það geta varla komið svo hingað 40–50 skip, sem jeg hygg að sje því nær allur fiskifloti Færeyinga, að eftir sitji allir þeir, sem við ránið voru riðnir. Ef lögreglan gengi röggsamlega fram, hygg jeg, að einhverjir af sökudólgunum myndu finnast.

(* Ræðuhandr. óyfirlesið.)