12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4773 í B-deild Alþingistíðinda. (3985)

100. mál, einkasala á áfengi

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Það er sama um þetta frv. að segja og frv. það, sem verið var að ræða (áfengislögin), að það er flutt að ósk bindindismanna. Nefndin sá ekki ástæðu til að setja sig á móti því, nje heldur koma með sjerstakar brtt., jafnvel þótt hún álíti þess þörf. Jeg skal ekki fara sjerstaklega út í þetta, en vil þó minnast á 4. gr. Þar stendur: „Ríkisstjórnin skipar mann til að veita áfengisversluninni forstöðu. Hann eða aðstoðarmaður hans, sem stýrir lyfjaversluninni, skal hafa lyfsalapróf, og má fela honum eftirlit með lyfjabúðum landsins“. Nefndin lítur svo á, að það liggi í hlutarins eðli, að þetta starf skuli falið honum En þar sem hún býst við, að svo verði í framkvæmdinni, þá flytur hún ekki brtt. um það.

Skal jeg svo ekki tefja tímann með því að fara fleiri orðum um frv.