13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4782 í B-deild Alþingistíðinda. (4008)

153. mál, Seðlainndráttur Íslandsbanka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eins og sjá má af greinargerðinni, sem þessu frv. fylgir, er það flutt samkvæmt tilmælum mínum fyrir hönd bankaráðs Íslandsbanka. Hinsvegar er það rjett, að engin sjerstök grein hefir verið gerð fyrir nauðsyn þessa af minni hálfu, en aðeins vitnað í fyrri ástæður.

Hv. 1. þm. N.-M. vildi fá upplýsingar um starfsemi bankans, og er það í rauninni ekki nema eðlilegt. En stj. hefir enn ekki unnist tóm til, þennan stutta tíma, sem hún hefir verið við völd að athuga þetta svo vel sem skyldi, og er því ekki við því búin að svara spurningum hv. þm. að svo stöddu. Hinsvegar hefi jeg ætlað að athuga eða láta athuga gaumgæfilega málefni bankans, og einkum aðstöðuna milli hans og ríkisins, og vildi jeg, að til þess gæfist fullkominn friður. Jeg vil endurtaka það hjer, að jeg álít, að það sjefarsælt og rjett eins og á stendur, að frv. þetta nái fram að ganga. En að svo stöddu finst mjer varla hægt að ætlast til þess af stj., að hún geti gefið upplýsingar um þetta, sem hv. 1. þm. N.-M. spurði um.