14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

6. mál, laun embættismanna

Hjeðinn Valdimarsson:

Nú hafa 2 fjhn.-menn lýst yfir, að þeir vilji fá málinu vísað til nefndar á ný og aðrir tveir mótmælt því. Sem fimti nefndarmaður og sá eini, sem ekki hefir sagt álit sitt, vil jeg lýsa yfir, að jeg sje enga ástæðu til, að málið fari aftur til nefndar. Hjer er um svo einföld atriði að ræða. Ef málið fer til nefndarinnar aftur, sýnist endirinn geta orðið sá einn, að það þvælist fyrir hv. deild óendanlega lengi.