14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

6. mál, laun embættismanna

Forseti (BSv):

Mjer hefir borist svo hljóðandi brjef:

„Undirritaðir óska, að umræðum sje slitið nú þegar.

Neðri deild Alþingis, 14/2 1928.

Magnús Torfason, Þorleifur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Bernharð Stefánsson, Sveinn Ólafsson, Haraldur Guðmundsson“.

Tveir háttv. þm. höfðu kvatt sjer hljóðs áður en þessi till. kom fram; mun þeim heimilast málfrelsi samkv. þingvenju. Með þessu fororði verður tillagan borin undir atkvæði.