28.02.1928
Neðri deild: 34. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

8. mál, ríkisrekstur á útvarpi

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg skal geta þess út af því, sem hv. þm. Dal. (SE) sagði, að hjer kom í vetur maður frá „Dansk Radio“. Hann var ekki kvaddur hingað af stj., en mun hafa komið að tilhlutun útvarpsfjelagsins. Þessi maður kom til mín, en jeg vísaði honum til þeirra manna, sem þá höfðu málið með höndum, sem sje útvarpsnefndarinnar. Getur hv. þm. Dal. fengið upplýsingar hjá henni.

Annars held jeg, að engum detti í hug að fá þetta mál í hendur útlendingum.