14.03.1929
Neðri deild: 22. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í C-deild Alþingistíðinda. (2338)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Magnús Guðmundsson:

Hv. þm. V.-Ísf. hefir misskilið mig, ef hann heldur, að jeg ásaki hann um að vera verri eða óheiðarlegri andstæðingur en aðrir. Það var jeg alls ekki að gera. Jeg benti aðeins á, að hann hefði ekki lifað sjálfur eftir þeirri reglu, sem hann vill svo mjög halda að öðrum. Það var ekki mín meining, að hv. þm. V.-Ísf. væri verri en aðrir. Þvert á móti. Jeg tel hann í hóp hinna bestu þm., í þessu efni. Geri jeg þar mjög upp á milli hans og hæstv. forsrh., sem var ekki vandur að meðulunum og ljet sjer ekki alt fyrir brjósti brenna, þegar hann var í andstöðu við stjórnina. Það var það, sem sló mig, þegar hv. þm. V.-Ísf. fór að verja hann í sambandi við framkomu hv. 3. þm. Reykv. í þessu máli.