19.03.1929
Neðri deild: 26. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í C-deild Alþingistíðinda. (2785)

6. mál, hveraorka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Sú harka, sem kemur fram í málrómi hv. 1. þm. Skagf. getur alls ekki komið í staðinn fyrir rök í þessu máli. Hann vitnaði til hv. 1. þm. Árn. og hv. þm. Mýr., og það gerði jeg líka. Þeir töldu frv. stórgallað, en þó hefði fyrst keyrt alveg um þverbak við breytinguna í hv. Ed. Upphafsmaðurinn að þeirri breytingu var formaður Íhaldsflokksins, og hann er því lang syndugastur í þessu máli. Er það sennilega bróðurlega hugsað af hv. 1. þm. Skagf., að vilja afsaka hann, en heldur óviðkunnanlegt, að hann afneiti sínum yfirboðara.