12.04.1930
Neðri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2130 í B-deild Alþingistíðinda. (2849)

34. mál, landhelgisgæsla

Jóhann Jósefsson:

Ég held, að málinu sé of mikil hætta búin með því að taka það af dagskrá nú. Enda er mér kunnugt um, að ágreiningur á milli nefndarhlutanna er ekki svo mikill, að hv. minni hl. hafi þurft lengri tíma til að skila sínu áliti en liðinn er síðan nál. meiri hl. kom fram. Ég vil því mótmæla því eindregið, að málið sé tekið af dagskrá nú. Það gæti verið það sama og málið yrði stöðvað með öllu á þessu þingi. Ég vona, að málið þyki svo mikils virði, að því verði ekki stefnt í voða af þeim ástæðum, sem hv. frsm. meiri hl. bar fram. Það eru liðnir 4 dagar síðan nál. meiri hl. var prentað, og þó var dregið nokkra daga að prenta það vegna samkomulagsumleitana við hv. minni hl.