15.04.1930
Neðri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég vil gera þá miðlunartill., að afbrigði verði veitt fyrir 9. máli, en þó með því skilyrði, að umr. verði frestað í kvöld, en verði svo rætt á morgun. Með því að hæstv. dómsmrh. er ekki viðstaddur, virðist ekki hægt að taka fyrir 6. mál, og mætti þá taka það fyrst á morgun. Ég skal geta þess, að till. þessi bindur aðeins sjálfan mig, en aðra ekki.