05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (3113)

54. mál, lögskráning sjómanna

Ásgeir Ásgeirsson:

Brtt. mín á þskj. 414 er vart þannig, að amazt verði við henni. Hún kveður svo á, að lögskráningarstjóri skuli skyldur að sinna lögskráningu þann. tíma, sem ákveðið er í frv., frá kl. 9 árd. til kl. 9 síðd., þar sem þörfin er mest, í Reykjavík, en hinsvegar beri lögskráningarstjórum ávallt að sýna lipurð um lögskráningu utan starfstíma, þótt eigi sé skylda að sinna lögskráningu allan þennan tíma, nema í Reykjavík.

Vænti ég, að hv. deild hafi ekki á móti till.