17.04.1930
Neðri deild: 85. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í D-deild Alþingistíðinda. (3528)

388. mál, varnir gegn berklaveiki

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Svör hæstv. dómsmrh. voru þannig, að mér skildist hann segja, að hvernig sem málið yrði afgr. hér, þá yrði það dómstólamál. Sé svo, er ekki ástæða til að fara um það mörgum orðum. Hann hefir ráðið við sig að virða að vettugi, ef til kæmi, yfirlýstan þingvilja. Ég get skotið því inn, að gerðar munu ráðstafanir til, að samskonar yfirlýsing fáist frá hv. Ed., ef það þykir nauðsynlegt. En eins og hv. 1. þm. Skagf. tók fram, er það þessi hv. deild, sem samið hefir lagagreinina. Slík háttsemi ætti ekki að þolast nokkurri stj., að neita að taka á móti skilgreiningu á því, hvernig skilja beri lagagrein frá sama þinginu, sem lagagreinina samdi.