10.02.1930
Efri deild: 18. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (793)

10. mál, laun embættismanna

Fjmrh. (Einar Árnason):

Eins og kunnugt er, féll úr gildi við síðustu áramót sú ákvörðun launalaganna, að embættismenn skyldu njóta dýrtíðaruppbótar á laun sín. Ég geri ráð fyrir, að öllum sé ljóst, að dýrtíðaruppbótin getur ekki fallið burt, nema eitthvað komi í staðinn. Grunnlaun embættismanna eru svo lág, að þeir geta ekki lifað af þeim einum. Vænti ég því, að hv. deild taki þessu frv. vel. Ég sé ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum, en legg til, að því verði vísað til fjhn.