27.03.1931
Neðri deild: 35. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 771 í C-deild Alþingistíðinda. (1725)

88. mál, ríkisborgararéttur

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil beina þeirri fyrirspurn til hv. frsm. n., hvort með því að hafa nú veitingu ríkisborgararéttarins skilorðsbundna sé verið að taka það upp sem nýja reglu. Ég man ekki til þess, að á þeim þingum, sem ég hefi verið á, hafi þetta skilyrði verið sett, og mér er eigi kunnugt um, hvort þessi maður, Johan Martin Pettersen Hestnæs, hefir í höndum skilríki fyrir því, að hann sé ekki ríkisborgari í öðru landi.