16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í C-deild Alþingistíðinda. (664)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigurður Eggerz:

Ég er þakklátur hv. þm. Barð. fyrir það, hve vel hann tók í mína till.

Ég vildi svara hv. 2. þm. Árn. nokkrum orðum. Hann færði það máli sínu til stuðnings, að í Englandi væru skattar ákveðnir í fjárl., og sagði, að Englendingar vektu fast yfir sinni stjskr. En hafa Englendingar aðra stjskr. en Magna charta? ég efast um það. Eru nokkur ákvæði þar um þetta, líkt og í okkar stjskr.? Til þess að gera þetta sambærilegt verður að sýna fram á, hvort þar standi eins á og her. Hv þm. sagði, að ekki mætti taka þetta of bókstaflega. En ég vildi benda á það, að ef með einstökum lögum má fela fjárveitingavaldinu að ákveða skattamál, þá má fela því allt, og er þá búið að kippa grundvelli undan ákvæðum stjskr. Með brtt. við síðustu umr. frárl. í Ed. má koma með þessu móti að stórfelldum breyt. á skattalöggjöfinni. En því að ýta undir ógætnina, þegar svo er ástatt, að útgjöldin, sem stj. viðurkennir síðasta ár, eru orðin 17 millj.?