16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í C-deild Alþingistíðinda. (668)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Halldór Stefánsson):

Út af þessari aths. hv. þm. Ísaf. í niðurlagi ræðu sinnar vil ég benda á, að þær reglur, sem settar eru um skattgjald félaga, byggjast á þeirri hugsun, að því meiri sem gróðinn er í hlutfalli við hlutaféð, því hærri skatt skuli greiða af honum. Hinsvegar er hugsanagangur hv. þm. Ísaf. á þá leið, að því meiri sem gróðinn er án tillits til upphæða hlutafjárins, því meiri skatt eigi það að greiða, m. ö. o. alveg án tillits til þess, hvort félagið hafi í raun og veru grætt nokkuð eða ekki. Þetta er munurinn á ákvæðum og skoðunum hv. þm. Ísaf.