17.08.1931
Efri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 987 í B-deild Alþingistíðinda. (1142)

81. mál, forðagæsla

Frsm. (Jón Jónsson):

Landbn. vill virða þann tilgang, sem fram kemur í frv., að tryggja betur en áður, að fénaði sé ætlað nægilegt fóður. En n. virðast sum ákvæði þess ekki svo skýr sem æskilegt væri, og leggur því til að orða um 4. gr. frv. Í 4. gr. er gert ráð fyrir, að hreppsnefndir geti farið heim til manna og drepið fénað af fóðrum með aðstoð fógeta. Þetta ákvæði fannst okkur allharðneskjulegt, en hinsvegar ekki nógu skýrt ákveðið um, að hreppsnefndir ættu að tryggja mönnum forða, því að það á auðvitað fyrst og fremst að vera hlutverk hennar í þessu efni. Því leggur n. til, að frvgr. sé þannig breytt, að maður sá, sem eigi á nægilegt fóður handa fénaði sínum, skuli ráða bætur á því, og sæta sektum, ef hann vanrækir það, og því eigi hreppsnefnd að tryggja fénaðinum forða, en auðvitað eigi eigandinn að bera þann kostnað, sem af því leiðir. En n. gekk þó inn á það með flm., að ef reyndist torvelt eða ómögulegt að afla fóðurs, væri hreppsnefnd heimilt, með aðstoð fógeta, að koma fénaðinum í fóður, eða jafnvel selja eða slátra, ef ekki væru önnur úrræði fyrir hendi. Nefndin leggur til, að frv. verði samþ. með brtt. á þskj. 316.