19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1086 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Halldór Stefánsson:

Það er alveg rétt, sem 2 hv. nm. úr fjhn. hafa skýrt frá, að málið var í n. til athugunar og frv. lesið upp á fundi, og sömuleiðis, að það varð samkomulag um það í n. að afgreiða ekki málið fyrr en á næsta fundi. Aftur minnist ég ekki hins, að n. hafi orðið sammála um, að þörf væri á að breyta einhverju ákvæði frv. En um hitt voru mismunandi sjónarmið, hvort frv. ætti að ná fram að ganga. Ég skildi það svo, að þeir, sem vildu samþ. frv., gætu fyrir sitt leyti sætt sig við, að frv. væri samþ. óbr., þó það væri hinsvegar hugsanlegt, að á því mætti gera einhverjar breyt.