23.07.1931
Neðri deild: 10. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (2217)

68. mál, þingsköp Alþingis

Halldór Stefánsson:

Ég vil aðeins vekja athygli á því, að ástæða er til að gera fleiri breytingar á nefndatilhögun í lögum um þingsköp Alþ. en hér er farið fram á. Það væri t. d. ástæða til að ákveða sérstaka n. fyrir sveitarstjórnarmálefni. Það er stór flokkur mála, sem jafnan er látinn fara til allshn. Til allshn. fer jafnan sá fjöldi mála, að þörf er á að létta á henni og setja meginflokka þeirra mála, sem til hennar er vísað, sveitarstjórnarmálin, til sérstakrar nefndar.