11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

Afgreiðsla þingmála

Halldór Stefánsson:

Ég kann ekki við það, að hæstv. forseti sé, um leið og hann er að lýsa yfir því, að umr. sé lokið, í raun og veru að bera fram sakir, að óþörfu.

Ég vísa til þess, sem ég hefi upplýst um afgreiðslu mála í fjhn. Og þar sem nefndin hefir afgr. sízt færri mál eða ómerkari en aðrar n., og þótt n. hafi látið sitja fyrir afgreiðslu þeirra mála, sem n. öll eða einhverjir nm. hafa viljað mæla með, svo að ekki hefir ennþá unnizt tími til að afgr. þessi umspurðu mál, þá tek ég engum ávitum frá hæstv. forseta um. störf n.