22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

2. mál, fjáraukalög 1929

Forseti (GÓ):

Ég held, að hv. 2. þm. Árn. hafi komið hv., 1. þm. Reykv. í skilning um, að það skipti mann ekki litlu máli, hvort hann er atkvæðisbær eða ekki. En það var einmitt hv. 1. þm. Reykv., sem hélt því fram, að það væri eini maðurinn í deildinni, sem kæmi það ekkert við. (JakM hlær). Ég vildi óska, að hv. þm. hlæi ekki hátt, þótt mikill sé spekimunur okkar. Það er því ekki til neins að þrátta við mig um þetta, og hv. 1. þm. Reykv. verður að tala við sjálfan sig um það, ef hann vill tala meira.