02.03.1932
Efri deild: 18. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í C-deild Alþingistíðinda. (11229)

37. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvinsson:

Fyrirspurn mín til flokkanna var þess efnis, hvort Alþýðufl. gæti fengið að koma manni í n. Ég hafði búizt við, að 2 menn yrðu skipaðir í n. frá hvorum hinna flokkanna og að Alþýðufl. gæti þá komið að fimmta manninum. Hæstv. forsrh. taldi sjálfsagt, að Alþýðufl. fengi að bæta manni við n., en ég veit ekki, hvernig átti að skilja það, hvort hann ætlaðist til, að bætt yrði 1 við 5, eða hvort Alþýðufl. átti að fá 1 af 5 nm. Ég óska að fá skýr svör við þessu.