03.05.1932
Efri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (2420)

463. mál, fátækralög

Páll Hermannsson [óyfirl.]:

Ég vil aðeins geta þess, að ég er í rauninni mótfallinn fyrri brtt. á þskj. 614. Ég get ekki fallizt á rök þau, er hv. 3. landsk. hefir fært fyrir henni. Mér finnst, að sveitarfélög þau, sem orðið hafa hart úti, eigi skilið að fá það bætt að 2/3 hlutum, úr því að farið er að hlaupa undir bagga með þeim. Við 2. umr. greiddi ég því atkv. að fella niður 20% frádráttinn og er jafnmótfallinn þessari brtt.

En nú er það kunnugt, að betri er hálfur skaði en allur. Nú hefir hæstv. fjmrh. upplýst það, að hann mundi ekki ljá sitt lið til að koma frv. í gegn, nema þessi brtt. yrði samþ. Og ég er hræddur um, að jafnvel þótt hæstv. ráðh. legðist ekki á móti frv., mundi samt reynast fullörðugt að koma því í gegn. Ég geri því frekar ráð fyrir að greiða brtt. atkv., því að mér finnst ekki rétt, að málið strandi á þessu eina atriði.