14.03.1932
Neðri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í C-deild Alþingistíðinda. (2878)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Forseti (JörB):

mér hefir borizt svo hljóðandi skrifl. brtt. frá hv. þm. Ak.:

„Við 4. gr. Greinin orðist svo:

Til þess að greiða fyrir sölu á innlendum jarðeplum skulu skip ríkisins flytja íslenzk jarðepli hafna milli innanlands fyrir hálft flutningsgjald, enda þurfi skipin eigi að neita flutningi á öðrum farmi af þeim sökum“.

Til þess að till. þessi megi koma til umr. og atkvgr. þarf að veita afbrigði frá þingsköpum.