29.04.1932
Efri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í C-deild Alþingistíðinda. (3038)

320. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Jón Jónsson):

Það er aðeins örstutt aths. — Hv. þm. dró á endanum upp eitt plagg til stuðnings sínu máli, frá Vopnafirði. Hann segir, að undir því séu 50 kjósendur, sjálfur hefi ég ekki lesið það, því mér hefir sézt yfir þetta plagg, en ég sé undir eins, að þetta er ekki nema svo sem 1/7 hluti kjósenda í þessari sveit, sem hafa óskað þessa, og það sýnir, að ekki hefir nú málið mjög mikið fylgi. Hvort það eru fleiri kjósendur í þorpinu en sveitinni í kring, er mér ekki kunnugt um, en hitt er víst, að það eru miklu fleiri kjósendur en þetta í þorpinu, svo að það er líklega ekki nema helmingur kjósenda í þorpinu, sem hefir skrifað undir þetta, og sýnir það, að ekki er núi brýn nauðsyn á að skipta þorpinu út úr hreppnum. Öðru sé ég ekki ástæðu til að svara.