02.05.1932
Efri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í C-deild Alþingistíðinda. (3725)

15. mál, fimmtardómur

Jón Þorláksson:

Hv. frsm. meiri hl. lét þau ummæli falla viðvíkjandi prófraun dómara, að hún væri dautt mál í hugsun flestra. Ég vil aðeins til viðbótar því, sem áður hefir verið sagt um þetta atriði, gera grein fyrir því, að ég álit, að þetta sé ekki rétt hjá hv. frsm. meiri hl. Ég held, að það sé almennt mjög sterk tilfinning fyrir því, að hér sé stigið spor aftur á bak löggjöfinni með því að afnema þetta ákvæði, enda þótt það kunni rétt að vera, að tilsvarandi ákvæði sé ekki til í löggjöf allra nágrannaþjóðanna. Það horfir dálítið sérstaklega við hjá okkur um ýmislegt, vegna þess hvað þjóðfél. er lítið og fámennt.

Ég get tekið undir það, sem hv. 3. landsk. sagði um mikilvægi hæstaréttar og hve áríðandi það er, að bæði sé vandað til um löggjöf þeirrar stofnunar og eins um val á mönnum. Að því er snertir val á mönnum til dómarastarfsins, þá er ýmislegt okkar fámenni og fátækt, sem kemur til greina og gerir það sérstaklega æskilegt, að þessu ákvæði um prófraunina sé haldið, úr því að það einu sinni er okkar löggjöf, fremur en fjölmennari og eldri þjóðfélögum.

Ég vil þá fyrst nefna það, sem öllum er ljóst, að ef þessi prófraun er úr lögum numin, þá er það algerlega á valdi eins manns, þess manns, sem er dómsmrh. hvert sinn, hverjir eru valdir sem dómendur þennan æðsta dómstól landsins. Nú stendur fyrsta lagi svo á, að þetta þjóðfélag er ungt, og hollar starfsvenjur hafa því ekki myndazt enn hjá okkur vegna ungæðisháttar þjóðfél., svo að því má ekki fulltreysta, að hér verði farið eftir neinum viðurkenndum venjum stjórnarathöfnum, þó menn geti treyst slíkum venjum eldri þjóðfél., þar sem þessar venjur hafa myndazt og orðið svo fastar, að engin stjórn myndi leyfa sér að víkja frá þeim. Það má miklu fremur segja, að við séum að þessu leyti ennþá landi kunningsskaparins, þar sem ákaflega margt annað en góðar og gildar venjur getur haft áhrif á stjórnarathafnirnar. Þetta er ein ástæðan fyrir því að fara varlega að nema burt tryggingu fyrir góðri afgreiðslu stjórnarathafna, sem enn er í lögum, eins og þessi prófraun dómara.

Sem aðra ástæðu vil ég nefna það, að fámennið gerir það að verkum, að hér er úr tiltölulega fáum að velja, og það segir sig sjálft, að þar sem úr fáum er að velja, þá er hættara við, að einhver verði valinn, sem ekki væri starfinu vaxinn, heldur en þar, sem úr nægilega mörgum er að velja. A. m. k. er það miklu fremur afsakanlegt, þegar um fáa er að velja, þó að einhver mistök verði valinu. Þetta er ástæða, sem við hér fámenninu megum ekki ganga fram hjá.

Þá er að nefna þriðju ástæðuna, en það er okkar fátækt og þröngi fjárhagur. Ég vil því sambandi minna á það, að nú er autt eitt sætið af þremur hæstarétti og hefir staðið autt nú í langan tíma. Mér er sagt, að skipun dómara í sætið hafi dregizt meðfram vegna þess, að þeir menn, sem hæfastir þykja þessu dómarastöðu, vilji ekki taka við slíku embætti af fjárhagsástæðum. Þessi embætti eru svo lágt launuð, að oftast er hreint og beint fjárhagslegur skaði fyrir góða lögfræðinga að taka sæti í dómnum. Þannig er ástandið nú, og við því má búast, að fyrst um sinn verði laun hæstaréttardómara svo naum, að hæfustu mennirnir hliðri sér hjá að taka við embættunum. Burtfelling prófraunarinnar gæti orðið til þess, að seilzt yrði eftir miður hæfum mönnum, sem vildu gefa sig fyrir laun, sem aðrir hæfari menn gætu ekki sætt sig við, og væri illa farið, ef afleiðingin yrði slík. Verði hinsvegar prófrauninni haldið, kæmi þetta mál fram með verkanir sínar sinni eðlilegu mynd. Ef hæfir menn fást ekki fyrir hin lögákveðnu laun, verður að breyta launakjörunum, því að það má aldrei komu fyrir, að miður hæfir menn eigi sæti í æðsta dómi landsins.

Ég hygg, að burtfelling prófraunarinnar geti orðið til þess, að umboðsvaldið hliðri sér hjá launabótum og taki einhverja þá dóminn, sem ekki eru starfinu fyllilega vaxnir.

Ég hefi hér bent á þrjár ástæður gegn því að fella niður prófraunina, og þær standa allar sambandi við fámenni vort og fátækt, og hver þeirra um sig ætti að vera nægileg til þess að menn hikuðu við að stíga þetta spor.

Hv. frsm. sagði, að þrjár umbætur feldust frv. En þar á meðal taldi hann þó ekki burtfellingu prófraunarinnar og viðurkenndi þar með, að þótt hann fylgdi burtfellingunni, teldi hann hana ekki til bóta eða framfara frá þeirri skipun, sem nú er. Hann taldi ekki heldur það ákvæðið, sem mest hefir verið deilt um, að leggja hæstarétt niður, til umbóta. En hv. 4. landsk. hefir svo rækilega sýnt fram á, hvílíkt hneyksli það ákvæði frv. er, að ég hefi þar engu við að bæta að sinni.