10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í C-deild Alþingistíðinda. (4143)

118. mál, húsnæði í Reykjavík

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég vil víkja fáum orðum að hv. 2. þm. Reykv. og lögleigunni. Hv. þm. veit það vel, að hér er miðað við loggilt mat, sem á að sýna hið raunverulega verð eignarinnar, en ekkert tillit tekið til þess, þótt eign hafi t. d. verið gefin eiganda. Leigan er miðuð við ákveðinn hundraðshluta af fasteignamatsverðinu, en þó hefir nefndin vald til að víkja frá því, ef ástæður mæla með því.

Við hv. 4. þm. Reykv. vil ég segja það, að mér hefði þótt æskilegt, að hann hefði sagt það í fyrri ræðu sinni, sem hann sagði nú, að hann þekkti alls ekkert til málsins. Um leið og hann gerir kröfu til þess, að tillit sé tekið til skoðana sinna, þá er ekki heppilegt, að hann komi með slíkar yfirlýsingar.