29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í C-deild Alþingistíðinda. (4358)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Sveinbjörn Högnason:

Hv. 2. þm. Skagf. sagði, að fylgi sitt við þetta mál færi eftir því, hvaða hug ég sýndi hér í öðrum málum. Hann var m. ö. o. að bjóða mér upp á hrossakaup. Ég get fullvissað hann um, að ég fer ekki í hrossakaup við hann, hvorki um þetta né annað. Ef hann álítur, að embættið sé óþarft, á hann að vera á móti því, hvað sem öðru liður. Ég veit, að hv. þm. er svo vandaður maður og skyr, að hann sér þetta.

Hv. þm. G.-K. fór að hrósa mér fyrir, hve snjall ég væri að draga skakkar ályktanir af skökkum forsendum (sem mér skildust vera hans eigin orð). Ef þetta er rétt, er það meira lof en hv. þm. hefir sjálfsagt ætlazt til. Með réttri röksemdafærslu verða ekki dregnar nema skakkar ályktanir af skökkum forsendum, svo að þetta sannar ekki annað en að ég muni vera jafnsnjall í að draga réttar ályktanir af réttum forsendum.