29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í C-deild Alþingistíðinda. (4360)

154. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Ólafur Thors:

Ég held, að ég hafi betri samvizku, ef ég get gert hv. 2. þm. Rang. skiljanlegt, hvað ég á við. Ég veit, að þetta er svo frómur maður, að hann vill hafa forsendur réttar, en þær hafa nú einhvern veginn skekkzt hjá honum. Þetta er nú eins og hvert annað óhapp og stafar af því, að hann hefir skort nauðsynlega þekkingu á málinu til þess að tala um það. Hitt er svo nokkuð annars eðlis, því af öllum forsendum, og þá alveg jafnt röngum sem réttum forsendum, dregur rökvís maður rökréttar ályktanir. Það hefir hv. þm. ekki gert í þessu máli. hér hefir því órökvísin slegizt í fór með þekkingarskortinum og afvegaleitt hinn fróma þm. af braut sannleikans.