12.04.1932
Neðri deild: 49. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (914)

21. mál, geðveikrahæli

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég álít brtt. þeirra hv. þm. Ísaf. og hv. þm. Seyðf. engu betri en vatill. þeirra hv. 1. þm. Árn. og hv. þm. Borgf., því að með henni er spítölunum íþyngt meira en ástæða er til. Það hljóta allir heilvita menn að sjá, að því fleiri slíkar stofnanir sem þessar eru byggðar á kostnað ríkisins, þá vex rekstrarkostnaðurinn við þær svo mjög, að ekki verður undir risið nema að sjá þeim fyrir sérstökum tekjum. Í Ed. er t. d. núna verið að tala um stofnun fávitahælis, sem er mjög nauðsynlegt. En það er ekki nóg að byggja það eða önnur slík hæli, það verður að sjá fyrir rekstrarkostnaði þeirra líka, því að ekki stendur á, að sjúklingarnir komi. Annars get ég ekki skilið, hvaða meining er í því hjá hv. þm. Ísaf. að vera að fara fram á, að ríkið, sem þarf að borga 4 kr. á dag með hverjum sjúklingi á spítölunum, gefi sveitarfélögunum það mestallt, hvort sem þau eru vel efnuð eða ekki. Hv. þm. hlýtur líka að vita það, að mörg sveitarfélög eru vel efnum brúin, og geta því alið önn fyrir sínum sjúklingum, engu siður en ríkið. Það er t. d. alkunna, að á meðan Nýi-Kleppur var ekki til, þurftu einstaklingar og sveitarfélög oft að greiða með sjúklingum sínum 15–20 kr. á sólarhring. Var því almenn ánægja þegar Nýi-Kleppur tók til starfa, enda þótt greiða þyrfti með sjúklingunum kr. 3,50 á dag. Ég vil því spyrja, hvaða réttlæti er í því að demba þessu öllu á landið? Hvers vegna mega hlutaðeigendur ekki greiða það, sem þeim ber af kostnaði sjúklinga sinna? Það virðist vera sæmilegur velgerningur af þjóðfélaginu að koma þessum stofnunum upp, þó að það þurfi ekki líka að ala önn fyrir öllum, sem þangað leita. Ég leyfi mér því að leggja til, að till. þessi verði felld, því að hún er til mikils kostnaðarauka fyrir ríkissjóðinn.