31.05.1933
Neðri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (1304)

66. mál, lögreglumenn

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ég hefi ekki leyfi til að lýsa neinu yfir f. h. n. um till. hv. þm. Ísaf. Hæstv. dómsmrh. hefir lýst því yfir, að hann muni ekki láta neinn nauðugan vinna þetta starf og það mun gilda meðan hann er í þessari stöðu.

Ég fyrir mitt leyti er á þeirri skoðun, að það sé ekkert óeðlilegt, að tollverðirnir gegni þessari skyldu, og ég vil lýsa því yfir sem minni skoðun, að verði till. hv. þm. Ísaf. felld, þá leiðir það til þess, að hvaða lögreglustjóri sem er, getur krafizt þess, að tollþjónarnir gegni þessari kvöð, og ég lít svo á, að það eigi þannig að vera. Ég mun því greiða atkvæði á móti till. út frá því sjónarmiði, að tollverðirnir séu skyldugir til þessa.