24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í D-deild Alþingistíðinda. (1334)

61. mál, útborgun á launum embættismanna

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil einnig taka undir till. hv. n., en geta þess, að vitanlega mun stj. greiða laun manna í hvaða banka sem þeir óska, en ekki Landsbankann einan. Þessu fylgir lítill aukakostnaður, menn greiða bankanum 1 kr. á mánuði eða svo. Að svo stöddu ætti þessi fyrirgreiðsla að nægja, og er kostnaðarlaus fyrir ríkissjóðinn. Vil ég mæla með, að till. verði samþ. En hún felur í sér litla breyt. frá því, sem er, en mönnum er bent á að nota þessa leið.