29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

131. mál, manntal í Reykjavík

Flm. (Jakob Möller):

Þetta frv. er flutt að tilhlutun bæjarráðs Reykjavíkur. Eins og menn vita, er svo ákveðið í 1. frá 1901, að manntal í Reykjavík skuli framkvæmt af lögreglustjóra. Áður var það dómkirkjupresturinn, sem stóð fyrir þessum framkvæmdum, og svo er það enn úti um land, að prestarnir taka manntalið. En í 1. um manntal á Íslandi frá 1920 er ákveðið, að bæjarstjórn framkvæmi það manntal. Því er það, að sjálfsagt þykir að láta bæjarstj. líka framkvæma hið árlega manntal. Lögreglustjórinn hefir orðið að fá fjölda starfsmanna fyrir utan sína skrifstofu til að vinna þetta verk, og bæjarstj. verður að láta vinna úr því að nokkru leyti. En verkið verður dýrara, ef það er unnið svona á tveim stöðum, en ef öll vinnan væri framkvæmd á einum stað. Ég geri ekki ráð fyrir því, að um þetta frv. verði ágreiningur, en þó má vísa því til allshn., ef þurfa þykir.