02.06.1933
Neðri deild: 92. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í D-deild Alþingistíðinda. (2301)

214. mál, launamál, starfsmannafækkun og fl.

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég skal ekki tala langt mál í þinglokin um þetta efni. Stj. lagði fyrir fjvn. þessarar d. nákvæmar skýrslur um launagreiðslur, í þeim tilgangi, að hún athugaði þær og kæmi með þáltill. í samráði við stj. Og nú er orðin sú raunin á, að n. flytur þáltill., sem stj. mun vera fús að taka á móti og leggja vinnu í að undirbúa málið undir næsta þing. Launamálin eru viðkvæm, og margt af því, sem hv. þm. talar um sem óvenju, eru þó gamlar reglur, sem staðið hafa í tíð undanfarinna stj., og ég hygg, að sumt af því, sem kallað er bitlingar, sé í raun og veru launauppbætur handa þeim, sem hafa of lág laun. Það þarf að hækka föstu launin og auka þá um leið vinnuskyldu þeirra manna, sem þar um ræðir. En út í það skal ég ekki nánar fara. Stj. mun taka við þessari þál. og sjá um framkvæmd hennar fyrir næsta þing.