08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1839 í B-deild Alþingistíðinda. (2579)

95. mál, alþýðuskóla á Eiðum

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Mér virðast þessar brtt. hv. 1. þm. S.-M. með öllu óþarfar og óprýði á frv., ef það yrði samþ. í þeirri mynd, sem hann leggur til. Ég sé ekki, að það skipti neinu máli um afhendingu Eiðaeignar á sínum tíma og um meðferð á þeim, hvort þessi ákvæði gömlu laganna eru látin standa eða ekki. Ríkið hefir þegjandi samþ. með stofnun skólans allt það efni, sem er í 1. gr. l. frá 1917, og þau ákvæði eru þar með viðurkennd um aldur og æfi af ríkisins hálfu. Ég hygg, að það sé á engan hátt meir bindandi fyrir ríkið, þó að þessi gr. standi áfram í 1. óbreytt. Enda finnst mér óviðkunnanlegt, þar sem skóli hefir nú staðið svo lengi á Eiðum, að það sé látið standa í lögum, „á Eiðum skal stofnaður alþýðuskóli“ o. s. frv. Að mínu áliti skiptir þetta engu frá lagalegu sjónarmiði hvað eignina sjálfa snertir, en er óprýði á lagasetningu, að kippa þessu ekki í lag á líkan hátt og gert er í frv. því, sem hingað er komið frá Ed.