08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1840 í B-deild Alþingistíðinda. (2581)

95. mál, alþýðuskóla á Eiðum

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég ætla ekki að segja mörg orð. Ég lít svo á, að sá samningur, sem gerður var samkv. lögunum frá 1917, sé jafnt í gildi og ákvæði hans jafnbindandi fyrir ríkisstj. á hverjum tíma, hvort sem lögin eru felld niður eða ekki, og að því sé ekki ástæða til að vera að burðast með gamlar lagagreinar, sem hættar eru að hafa þýðingu. Efni þeirra gildir áfram sem samningur þó þær séu felldar niður sem lög.