10.05.1933
Efri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (322)

1. mál, fjárlög 1934

Forseti (GÓ):

Ég vil geta þess, að Framsóknarflokkurinn hafði líka boðað til fundar, en þeim fundi var aflýst, af því að ekki var talið rétt að tefja þennan þingfund. Það hafa sjálfstæðismenn ekki gert. Það, hvernig sjálfstæðismenn hafa setið þennan fund, sýnir, að þeir telja sig víst hafa annað að gera en að sitja hér á fundi.