29.04.1933
Neðri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (3222)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég sagði í upphafi þessarar umr., að ég vildi fara þá leiðina að láta ríkissjóð hafa bæði tekjurnar og gjöldin, sem kreppuráðstöfunum tilheyra. Að vísu getur enginn lagt höfuðáherzlu á þetta, og hv. þm. Seyðf. ekki heldur.

Ef kreppun. kemst að þeirri niðurstöðu, að ríkissjóður skuli ekki vera milliliður, þá ber hún fram brtt. við bæði frv., sem hún hefir til meðferðar, og þá líka brtt. við tekjuaukafrv., og er því engin þörf á að vísa málinu til kreppunefndar.