11.05.1933
Neðri deild: 71. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2220 í B-deild Alþingistíðinda. (3448)

172. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Frsm. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vék að brtt. kreppunefndar í sambandi við frv. um kreppulánasjóð. Það felst í brtt., að bætt sé inn í frv. nýrri grein um að stjórninni sé heimilt að veita til frystihúsa styrk, er nemi allt að ¼ stofnkostnaðar til lækkunar á skuldum frystihúsanna. Það kom fram hjá hv. þm. N.-Þ. í sambandi við annað mál, að réttmætt væri að styrkja þau héruð, sem hafa komið sér upp frystihúsum. Flest þessi frystihús starfa aðeins stuttan tíma ársins. Rjómabúum hefir verið veittur ¼ af stofnkostnaði, en frystihúsin hafa ekkert fengið. Þó hafa kjötafurðir fallið enn meira en mjólkurafurðir. N. vill því leggja til, að stj. heimilist að greiða frystihúsunum allt að ¼ af stofnkostnaði, þó ekki til að veita þangað nýju fjármagni heldur til að létta skuldabyrðar frystihúsanna. Þessi styrkur mun nema alls um 300 þús. kr.

Get ég gefið skýrslu um kostnaðarverð frystihúsanna hvers um sig. Áætlað kostnaðarverð frystihúsa sambandsfélaganna:

Kaupfélag Stykkishólms, Stykkishólmi

kr. 76000,0

Verzlunarfélag Hrútfirðinga, Borðeyri

— 74000,00

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga

— 94000,00

Sláturfélag Austur-Húnvetninga, Blönduósi

— 85000,00

Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki

—95000,00

Sláturfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki

— 50000,00

Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri

— 160000,00

Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri og Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri

— 50000,00

Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík

— 190000,00

Kaupfélag Norður-Þingeyinga, Kópaskeri

— 105000,00

Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði

— 65000,00

Kaupfél. Héraðsbúa, Reyðarfirði

— 94000,00

Samtals kr.

1138000,00

Ennfremur frystihús Sláturfél. Suðurl.

— 94000,00

Samtals kr.

1232000,00

og 1/4 verður þá rúm 300 þús. kr.

Um brtt. jafnaðarmanna þarf ég ekki að segja meira en ég gerði við 2. umr. málsins. N. telur, að komið sé inn með þessu á þá braut, sem erfitt verður að fóta sig á, verði sú brtt. samþ. N. hefir hent á, hvað hún vilji gera í þessum efnum, en telur, að brtt. gangi ekki í rétta átt. Óska ég því f. h. n., að frv. verði afgr. með brtt. n.